Viðskipti erlent

Lady Blunt seldist fyrir metfé

Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins,var seld á uppboði fyrir metfé í dag eða yfir 1,8 milljarða kr. Fyrirfram var búist við að fiðlan yrði seld á yfir 1,1 milljarð kr. sem raunar einnig hefði verið metfé fyrir Stradivarius fiðlu.

Féið sem fékkst fyrir Lady Blunt rennur í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum.

Lady Blunt var í eigu Nippon Music Foundation sem keypti hana á uppboði árið 2008 fyrir 10 milljónir dollara eða um 1,1 milljarð króna. Lady Blunt hefur slegið sölumet í hvert sinn sem fiðlan hefur verið sett á uppboð.

Fiðlan er smíðuð af meistaranum árið 1721 og þykir vera í einstaklega góðu ásigkomulagi. Lady Blunt er skírð í höfuðið á einum af fyrri eigendum sínum, Lady Anne Blunt, sem var barnabarn ljóðskáldsins Lord Byron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×