Viðskipti erlent

Mikill skortur á tölvusérfræðingum hrjáir Dani

Mikill skortur á tölvusérfræðingum hrjáir nú dönsk tölvufyrirtæki. Samkvæmt frétt um málið í Jyllandsposten er talið að það vanti hátt í 4.000 slíka til starfa í Danmörku.

Vegna þessa hafa dönsk tölvufyrirtæki gripið til óhefðbundinna aðferða við að afla sér starfsfólks. Þannig lofar nú hugbúnaðarfyrirtækið Secunia í Kaupmannahöfn starfsmönnum sínum 20.000 dönskum kr. í verðlaun fyrir hvern þann starfsmann sem þeim tekst að lokka til sin frá öðrum tölvufyrirtækjum.

Ástæðan fyrir þessum skorti er gífurleg aukning á verkefnum hjá dönskum tölvufyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×