Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað undanfarna daga. Brent olían er komin niður í 102,5 dollara á tunnuna en þegar verð hennar var hæst í febrúar s.l. náði það 127 dollurum á tunnuna.

Bandaríska léttolían er komin niður í rúma 80 dollara á tunnuna. Fyrir aðeins tveir vikum fór verðið á bandarísku léttolíunni í tæpa 100 dollara og hefur verðið því lækkað um nær 20% á þessum tíma.

Ástæðan fyrir þessum lækkunum er óttinn um að Bandaríkin stefni í aðra mjög djúpa efnahagskreppu á næstunni en landið er stærsti notandi olíu í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×