Viðskipti erlent

Telja útilokað að forða Ítalíu frá skuldakreppu

Það er nánast útilokað að forða því að Ítalía lendi í skuldakreppu. Aðeins mjög mikill hagvöxtur í landinu getur komið í veg fyrir slíkt og hann er ekki í sjónmáli.

Þetta er álit gáfnaveitunnar CEBR og kemur fram í nýrri skýrslu sem gáfnaveitan hefur gefið út. Þar kemur fram að veruleg lækkun á vöxtum á ítölskum skuldabréfum muni ekki duga til að forða Ítölum frá því að lenda í svipuðum sporum og Grikkland. Til Þess séu skuldir hins opinbera á Ítalíu of miklar en þær nema nú 128% af landsframleiðslu landsins.

Vextirnir eru nú í rúmum 6% og þótt að þeir yrðu lækkaðir í 4% myndu skuldir hins opinbera samt nema 123% af landsframleiðslu Ítalíu árið 2018 samkvæmt útreikningum CEBR.

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu er ósammála þessu og segir efnahag Ítalíu fjalltraustann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×