Viðskipti erlent

Rekstur Iceland heldur áfram að blómstra

Rekstur Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi heldur áfram að blómstra í því slæma efnahagsástandi sem þar ríkir.

Þetta á raunar við um allar lágvöruverslanakeðjur í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Kantar Worldpanel sem birtir reglulega sölutölur og markaðshlutdeild verslunarkeðja í Bretlandi varð 8,5% söluaukning hjá Iceland á þriggja mánaða tímabilinu fram til 7. ágúst s.l.

Þar með jókst markaðshlutdeild Iceland úr 1,8% og í 1,9%. Verslunarkeðjunnar Aldi og Lidl sýna enn meiri söluaukningu eða 24% hjá Aldi og tæp 14% hjá Lidl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×