Viðskipti erlent

Tölvurnar taka völdin á Wall Street

Tölvur hafa tekið völdin á Wall Street og þær hafa farið með fjárfesta í villtar rússíbanareiðir á mörkuðum undanfarnar tvær vikur.

Fjallað er um málið á vefsíðunni CNN Money en þar segir að miðlarar á gólfinu í kauphöllum eru ekki lengur við stýrið þegar kemur að sveiflum á markaðinum. Þessar sveiflur stjórnast að stórum hluta af tölvukerfum sem staðsett eru í risavöxnum netþjónabúum í New Jersey og víðar.

Þessi tölvukerfi geta framkvæmt þúsundir viðskipta á sekúndu en þau fara eftir fyrirfram ákveðnum forritum um viðskiptin. Eitt skýrasta dæmið um vald þessara kerfa á markaðinum er þegar eitt þeirra bilaði í maí í fyrra með þeim afleiðingum að Dow Jones vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta á örfáum mínútum.

Fram kemur í fréttinni að nú fari um 53% af öllum hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum í gegnum þessi tölvukerfi en árið 2005 voru tölvuviðskiptin 21% af heildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×