Viðskipti erlent

Árituð smáskífa Bítlanna fór á 1,7 milljónir króna

Það var smáskífan Please Please me sem Bítlarnir árituðu.
Það var smáskífan Please Please me sem Bítlarnir árituðu.
Árituð smáskífa með Bítlunum var seld á uppboði í Liverpool í Bretlandi um helgina. Það var kona úr bænum sem kom með skífuna á uppboðið og spurði uppboðshaldarann hvort hann héldi að hún gæti fengið eitthvað fyrir plötuna. Hann hélt það nú.

Allir meðlimir Bítlana árituðu plötuna fyrir konuna eftir tónleika í borginni árið 1963.

Platan fór svo á 9000 pund eða ríflega eina komma sjö milljónir króna. Á meðal annarra hluta sem seldust á uppboðinu var húfa sem var í eigu John Lennon og hurð af hljóðverinu sem þeir tóku upp sína fyrstu plötu.

Hurðinni verður komið fyrir á safni í Liverpool síðar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×