Viðskipti erlent

Salan á Iceland: Deutsche Bank þvertekur fyrir stuðning við Walker

Fjölmargir hafa sýnt Iceland keðjunni áhuga.
Fjölmargir hafa sýnt Iceland keðjunni áhuga.
Talsmaður stórbankans Deutsche bank hefur nú borið til baka fréttir þess efnis að bankinn ætli sér að lána Malcolm Walker, stofnanda Iceland matvörukeðjunnar, fé til kaupa á hlut slitastjórnar Landsbankans en bankinn á 67 prósenta hlut í félaginu.

Breska blaðið Sunday Times staðhæfði þetta í gær en Deutsche Bank segir nú að Walker, sem oft hefur lýst áhuga sínum á því að kaupa félagið, hafi ekki gert neinn samning við bankann hvað varðar Iceland. Fjölmargir hafa sýnt Iceland keðjunni áhuga og er talið að kaupverðið geti numið rúmlega einum og hálfum milljarði punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×