Viðskipti erlent

Hættulegt efni í mörgum þekktum fatamerkjum

Hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum.

Efnið sem hér um ræðir heitir nonylphenol og er notað til að vaska umframlit úr fötum. Í nýrri rannsókn sem unnin var á vegum Greenpeace samstakanna fannst efnið í 52 af þeim 72 fatamerkjum sem könnuð voru. Meðal fataframleiðenda sem nota efnið má nefna Hennes & Mauritz, Adidas, Abercrombie and Fitch, Calvin Klein. Lacoste og Ralph Lauren.

Sem fyrr segir er efnið notað til að vaska umframlit úr fötum við framleiðslu þeirra. Neytendur þvo svo afganginn af efninu úr fötunum í þvottavélum sínum og þaðan berst það svo út í náttúruna.

Innan Evrópusambandsins er bannað að nota nonylphenol við fatagerð. Það er hinsvegar ekki bannað að flytja inn föt til ESB-landa sem meðhöndluð hafa verið með þessu efni.

Nomylphenol er  á lista Evrópusambandsins yfir efni sem valda truflunum á hormónastarfsemi. Einnig veldur efnið fóstursköðum hjá þunguðum konum og getur valdið ófrjósemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×