Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í jafnvægi

Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús.

Þetta er þvert á væntingar þar sem búist var við áframhaldandi verðfalli á þessum mörkuðum eftir helgina. Í Asíu lokuðu flestir markaðir í rauðum tölum. Þannig féll Nikkei vísitalan í Japan um 1% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,4%.

Þá má geta þess að utanmarkaðsviðskipti í Bandaríkjunum benda til þess að markaðir á Wall Street muni verð á jákvæðum línum þegar þeir verða opnaðir eftir hádegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×