Körfubolti

Finnland í milliriðla á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnar fagna á EM í Litháen.
Finnar fagna á EM í Litháen. Nordic Photos / Getty Images
Finnska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér í dag sæti í milliriðlakeppninni á EM í körfubolta sem fer nú fram í Litháen.

Fyrr í dag unnu Finnar sigur á Svartfellingum, 71-65, og þurftu svo að treysta á að Makedónía myndi vinna Bosníu sem og varð raunin.

Finnar fengu sjö stig í riðlinum, rétt eins og Króatía og Bosnía, og komust áfram með besta árangurinn í innbyrðisviðureignum liðanna þriggja.

Makedónía og Grikkland fengu bæði níu stig og komust áfram upp úr C-riðli ásamt Finnum. Þessar þjóðir verða í milliriðli ásamt Rússlandi, Slóveníu og Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×