Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum 3. október 2011 07:00 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira