Körfubolti

Tap í fyrsta leik í Euroleague hjá Helenu og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir of félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice töpuðu með sjö stigum á útivelli, 52-45, á móti pólska liðinu Wisla Can-Pack í fyrsta leik sínum í Euroleague-deildinni í dag.

Pólska liðið var með forystuna nær allan leikinn, leiddi 16-15 eftir fyrsta leikhlutann og var með sex stiga forskot í hálfleik, 29-23.

Helena varð þarna fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að spila í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki en hún hitti ekki vel í þessarri frumraun sinni í bestu deild í Evrópu.

Helena var með 1 stig, 7 fráköst, 2 stolna bolta og 3 fiskaðar villur á 25 mínútum í leiknum en hún klikkaði á öllum fimm skotum sínum utan af velli.

Helena byrjaði á bekknum en kom fyrst inn á þegar 4 mínútur og 18 sekúndum voru eftir af fyrsta leikhlutanum.

Kosice-liðinu ekki þó ekki illa með Helenu inn á vellinum en liðið tapaði þeim 24 mínútum og 46 sekúndum með aðeins einu stigi en Wisla vann með sex stigum þann tíma sem Helena sat á bekknum.

Bandaríska stelpan Danielle McCray var stigahæst hjá Good Angels Kosice með 13 stig en Helena var frákastahæst í liðinu ásamt bandarísku stelpunni Erin Lawless.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×