Viðskipti erlent

Neyðarfundaröð að hefjast í Brussell

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að Evruríkin verði að komast að sameiginlegri lausn á vandanum á Evrusvæðinu sem allra fyrst. Sem kunnugt er stendur Bretland utan Evrusvæðisins með pundið sem gjaldmiðil.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að Evruríkin verði að komast að sameiginlegri lausn á vandanum á Evrusvæðinu sem allra fyrst. Sem kunnugt er stendur Bretland utan Evrusvæðisins með pundið sem gjaldmiðil.
Neyðarfundaröð þjóðhöfðingja Evruríkjanna hefst í Brussell í dag. Vonir standa til þess að samstaða náist um hvernig skuli bregðast við skuldakreppunni í Evrópu áður en markaðir opna á mánudaginn, segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur látið hafa eftir sér að samstaða verði að nást um stærð björgunarsjóðs ESB, og viðbrögð við vanda hvers lands fyrir sig, fyrir mánudaginn.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur talað fyrir því að nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu sem allra fyrst. Allt annað sé óviðunandi.

Þegar hafa verið samþykkt drög að samkomulagi um stofnun björgunarsjóðs ESB upp á um 2.000 milljarða evra. Formlega hefur sjóðurinn þó ekki verið virkjaður enn með samþykki allra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×