Berlusconi hefur staðið af sér 50 vantrausttillögur Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2011 15:02 Silvio Berlusconi brosir ekki svona breitt þessa dagana. Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira