Viðskipti erlent

AGS með Ítalíu undir smásjánni

Það er ekki létt yfir Silvio Berlusconi þessa dagana. Ítalía glímir við mikla fjáhagsörðugleika.
Það er ekki létt yfir Silvio Berlusconi þessa dagana. Ítalía glímir við mikla fjáhagsörðugleika.
Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.

Með þessu standa vonir til þess að staða Ítalíu versni ekki frá því sem nú er en miklar skuldir og veikburða fjármálastofnanir eru helsta áhyggjuefnið. Auk þess hefur pólitísk staða Silvio Berlusconis forsætisráðherra veikst mikið undanfarin misseri og hefur það ýtt undir áhyggjur alþjóðasamfélagsins af stöð mála í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×