Viðskipti erlent

Breska ríkið selur Northern Rock

Það mynduðust langar biðraðir fyrir utan Nothern Rock, þegar hann var að falla.
Það mynduðust langar biðraðir fyrir utan Nothern Rock, þegar hann var að falla.
Breska ríkið hefur ákveðið að selja breska bankann Northern Rock fyrir 1,17 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal. Kaupandi bankans er Virgin Money.

Breska ríkið þjóðnýtti bankann í aðdraganda hamfaranna haustið 2008, en hann var eitt fyrsta fórnarlamb hrunsins á fjármálamörkuðum á því ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×