Viðskipti erlent

Kindle Fire vinsælli en iPad

Kindle Fire er ein vinsælasta vara vefverslunarrisans Amazon frá upphafi.
Kindle Fire er ein vinsælasta vara vefverslunarrisans Amazon frá upphafi. mynd/AFP
Samkvæmt nýjustu tölum frá smásöluaðilum í Bandaríkjunum seldist Kindle Fire, spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, mun betur en iPad.

Tækninýjungar frá tölvurisanum Apple hafa verið gríðarlega vinsælar á síðustu árum og hefur iPad spjaldtölvan verið sú vinsælasta sinnar tegundar. Það er því mikið áfall fyrir Apple að Amazon hafi nú tekið forystuna.

Talsmaður verslunarkeðjunnar Target segir Kindle Fire hafa selst mun betur en iPad á verslunardeginum mikla Black Friday.

Dagurinn er stærsti verslunardagur ársins í mörgum löndum og gefur oft vísbendingar um hvers sé að vænta í smásölu á komandi misserum.

Verðmiði Kindle Fire er talinn skipta sköpum í þessari þróun. Spjaldtölva Apple, iPad, kostar í kringum 60.000 krónur á meðan verðið á Kindle Fire er rétt yfir 20.000 krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×