Viðskipti erlent

Rótarlénið .XXX opnar á morgun

Rótarlénið .XXX verður tekið í notkun á morgun.
Rótarlénið .XXX verður tekið í notkun á morgun. mynd/ICM Registry
Á morgun verður rótarlénið .XXX sett á laggirnar. Er þetta gert til að aðgreina klámefni frá öðru efni á veraldarvefnum.

Framleiðendur kláms á internetinu munu í framtíðinni skrá vefsíður sínar á lénið. Þeir sem hafa áhuga á slíku munu því eiga auðveldara með að finna efnið. Þeir sem vilja forðast slíkt efni verður einnig unnt að komast hjá því að lenda inn á vafasömum vefsíðum.

Stuart Lawley, stjórnarformaður ICM Registry, hefur lengi barist fyrir því að rótarlénið verði tekið upp. Hann segir að lénið muni hjálpa til með að skipuleggjandi það efni sem finna má á veraldarvefnum.

Vafrar líkt og Google Chrome, Internet Explorer og Firefox munu merkja síður sem skráðar eru sem .XXX og láta notendur vita að klámfengið efni sé handan við hornið.

Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina. Íhaldssamir hópar víðsvegar um heiminn hafa mótmælt léninu og segja það ýta undir klámnotkun. Nokkur fyrirtæki í klámiðnaðinum eru einnig ósátt með nýjungina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×