Air Atlanta tekur skýþjónustu Microsoft í notkun 13. desember 2011 08:52 Air Atlanta hefur tekið í notkun Office 365 skýþjónustu Microsoft, í samvinnu við Nýherja. Um er að ræða fyrstu innleiðingu Nýherja á Microsoft Office 365 fyrir viðskiptavin. Í tilkynningu segir að lausnin gerir fyrirtækjum mögulegt að sækja Exchange póstþjónustu, Office skrifstofuvöndul og upplýsingakerfið SharePoint um tölvuský. Ennfremur geta notendur nýtt sér spjall og fjarfundi með Microsoft Lync. „Við bindum miklar vonir við Microsoft Office 365 skýþjónustu enda felur hún í sér umtalsvert öryggi og hagræði. Við getum meðal annars rekið póstkerfi fyrir áhöfn og skrifstofufólk um eitt umsýslukerfi í stað þess að stýra tveimur kerfum. Í því felst talsverður ávinningur fyrir félagið," segir Gnúpur Halldórsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Air Atlanta. „Microsoft Office 365 skýþjónusta er spennandi lausn sem veitir viðskiptavinum einfalt aðgengi að þjónustu, kerfum og gögnum hvar sem er með öruggum hætti, hvort sem það er í gegnum tölvu eða Windows snjallsíma og fleiri tegundir. Við finnum fyrir miklum áhuga á lausninni meðal fyrirtækja sem sýnir sig að íslensk fyrirtæki eru í fararbroddi í innleiðingu á nýrri tækni," segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri tæknisviðs Nýherja. Air Atlanta sérhæfir sig í leiguverkefnum í flugi og á vegum þess starfa um 1.100 manns. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Air Atlanta hefur tekið í notkun Office 365 skýþjónustu Microsoft, í samvinnu við Nýherja. Um er að ræða fyrstu innleiðingu Nýherja á Microsoft Office 365 fyrir viðskiptavin. Í tilkynningu segir að lausnin gerir fyrirtækjum mögulegt að sækja Exchange póstþjónustu, Office skrifstofuvöndul og upplýsingakerfið SharePoint um tölvuský. Ennfremur geta notendur nýtt sér spjall og fjarfundi með Microsoft Lync. „Við bindum miklar vonir við Microsoft Office 365 skýþjónustu enda felur hún í sér umtalsvert öryggi og hagræði. Við getum meðal annars rekið póstkerfi fyrir áhöfn og skrifstofufólk um eitt umsýslukerfi í stað þess að stýra tveimur kerfum. Í því felst talsverður ávinningur fyrir félagið," segir Gnúpur Halldórsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Air Atlanta. „Microsoft Office 365 skýþjónusta er spennandi lausn sem veitir viðskiptavinum einfalt aðgengi að þjónustu, kerfum og gögnum hvar sem er með öruggum hætti, hvort sem það er í gegnum tölvu eða Windows snjallsíma og fleiri tegundir. Við finnum fyrir miklum áhuga á lausninni meðal fyrirtækja sem sýnir sig að íslensk fyrirtæki eru í fararbroddi í innleiðingu á nýrri tækni," segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri tæknisviðs Nýherja. Air Atlanta sérhæfir sig í leiguverkefnum í flugi og á vegum þess starfa um 1.100 manns.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira