Viðskipti erlent

Apple þróar vetnisrafhlöðu fyrir fartölvur

mynd/AP
Svo virðist sem að tæknirisinn Apple sé nú að þróa vetnisrafhlöður fyrir fartölvur sínar. Fartölva sem knúin er af slíkri rafhlöðu gæti starfað vikum saman án þess að þurfa á endurhleðslu.

Apple hefur unnið að hönnun rafhlöðunnar á síðustu mánuðum og hefur nú sótt um einkaleyfi á uppfinningunni. Í einkaleyfisbeiðninni kemur fram að tæknin verði notuð til þess að þróa vetnisrafhlöður sem komið verður fyrir í raftækjum og miði að því að auka endingartíma rafhlöðunnar.

Vetnisrafhlöður hafa marga jákvæða kosti en að koma slíkri tækni fyrir í fartölvu er afar erfitt. Apple er þó ekki fyrsta fyrirtækið til að vinna að hönnun slíkrar rafhlöðu. Árið 2003 þróaði tæknifyrirtækið Hitachi rafhlöðu sem notaðist við metanól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×