Viðskipti erlent

Mikil vaxtalækkun á portúgölskum skuldabréfum

Verulega dró úr þrýstingi fjármálamarkaða á Portúgal í dag. Boðin voru út ríkisskuldabréf til eins árs að upphæð 750 milljónir evra. Vaxtakrafan reyndist 4,03% en til samanburðar má nefna að í samskonar útboði í desember s.l. var vaxtakrafan 5,28%.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þar að auki hafi verið mikil umframeftirspurn eftir þessum bréfum eða rúmlega þreföld sú upphæð sem í boði var.

Filipe Silva skuldabréfamiðlari við Banco Carregosa segist túlka niðurstöðu útboðsins sem jákvæða fyrir efnahagsstöðu landsins. Silva bendir á hina miklu eftirspurn eftir skuldabréfunum og að markaðurinn meti stöðuna svo að til skamms tíma hafi dregið úr áhættunni hjá Portúgal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×