Viðskipti erlent

Japanir til liðs við Kínverja í að kaupa evrubréf

Japanir ætla að ganga til liðs við Kínverja með því að að kaupa ríkisskuldabréf í evrum sem gefin verða út af stöðugleikasjóði ESB.

Þetta kom fram í máli Yoshihiko Noda fjármálaráðherra Japans í morgun. Noda segir að Japanir muni kaupa allt að 20% af öllum útgefnum skuldabréfum á næstunni en sú upphæð gæti numið um milljarði evra í þessum mánuði.

Samkvæmt frétt á Bloomberg ætlar stöðugleikasjóðurinn að gefa út bréf að upphæð 5 miljarða evra í mánuðinum en þá upphæð á síðan að endurlána Írum. Eftir að Noda hafði greint frá þessu styrktist gengi evrunnar gagnvart jeninu.

Kínversk stjórnvöld lýstu því yfir í síðasta mánuði að þau ætluðu að styðja neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Var þá rætt um að Kínverjar myndu kaupa protúgölsk ríkisskuldabréf fyrir 4-5 milljarða evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×