Körfubolti

37 íslensk stig í sjötta sigri Sundsvall í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig í kvöld.
Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig í kvöld. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann 97-78 útisigur á ecoÖrebro. Þetta var sjötti sigur Sundsvall í röð og jafnframt nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum.

Eftir þennan sigur er Sundsvall komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið 23 af 28 leikjum tímabilsins til þessa. LF Basket, liðið í 2. sæti, tapaði fyrir Jamtland í kvöld og batnaði því staða Sundsvall enn meira.

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson átti báðir góðan leik með Sundsvall-liðinu í kvöld. Hlynur var með 23 stig og 10 fráköst en Jakob skoraði 14 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Sundsvall var 24-23 yfir eftir fyrsta leikhluta en var komið með sex stiga forskot í hálfleik, 44-38. Hlynur og Jakob voru saman með 12 stig í öðrum leikhlutanum og voru komnir með 20 stig í hálfeik, Hlynur með 11 og Jakob með 9.

Sundsvall bætti enn við í þriðja leikhlutanum og var með tólf stiga forskot, 70-58, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku leikmennirnir voru báðir með 14 stig eftir þrjá fyrstu leikhlutana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×