Högni í Hjaltalín syngur á nýjustu plötu GusGus 9. mars 2011 09:30 Biggi veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Ný plata kemur út eftir tvo mánuði. Fréttablaðið/Stefán Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Högni Egilsson í hljómsveitinni Hjaltalín syngur í þremur lögum á nýrri plötu GusGus, Arabian Horse, sem kemur út 9. maí. Högni syngur með Daníel Ágústi Haraldssyni í tveimur lögum og syngur svo eitt upp á eigin spýtur. „Högni er æðislegur. Hann er rosalega hæfileikaríkur og hann sem listamaður hefur rosalega mikið vald á þessu hljóðfæri sínu sem er röddin hans," segir Biggi veira úr GusGus. „Þetta eru geðveik lög sem hann er að syngja á þessari plötu og þau verða uppáhaldslög margra, ég get lofað því." Samstarfið varð til eftir að Högni fór til Færeyja með Daníel Ágústi og Stephani Stephensen þar sem GusGus-meðlimirnir áttu að halda tónleika. „Þeir áttu aukamiða og spurðu hvort hann vildi ekki koma í partí," segir Biggi. Hjaltalín, GusGus og Ný dönsk hafa áður unnið saman að laginu Þriggja daga vakt sem kom út síðasta sumar. Lögin þrjú þar sem Högni kemur við sögu samdi hann í samstarfi við GusGus. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þetta eru svo fínir strákar. Það er svo létt að láta sér líða vel með þeim," segir Högni, sem er staddur á tónleikaferð erlendis með Hjaltalín. Hann hefur lítið komið nálægt danstónlist á ferli sínum og segir þessa nýjung hafa verið virkilega frískandi.Daníel Ágúst syngur í sex lögum á plötunni og Urður Hákonardóttir í þremur. „Hugmyndin var að hún myndi hjálpa okkur með bakraddir en það endaði með því að hún á þrjú viðlög á plötunni," segir Biggi, sem er ánægður með frammistöðu söngvaranna þriggja. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta séu skemmtilegustu söngvararnir ef þú horfir á tilfinningalega framsetningu. Það er svo rosalega mikil sál í þeim öllum þremur og þau eru öll þrjú svo djúp í sinni túlkun. Það hentar vel í þessu elektróníska umhverfi." Fyrsta lagið á Arabian Horse nefnist Selfoss og er skírt í höfuðið á uppáhaldssveitarfélagi þeirra GusGus-liða á Suðurlandi. Undirbúningur fyrir plötuna hófst einmitt í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara á gripnum eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson sem spilar á harmóníku og banjó. freyr@frettabladid.isEin af myndunum sem teknar voru fyrir Arabian Horse.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira