Viðskipti erlent

Grunuð um brot í starfi

Christine Lagarde
Christine Lagarde
Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er grunuð um að hafa þrýst á fyrrverandi ríkisbankann Credit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti.

Tapielle, sem sagður er góður vinur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, mun hafa fengið 285 milljónir evra í skaðabætur úr opinberum sjóðum.

- ibs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×