Viðskipti erlent

Vísbendingar um að há laun gangi í arf

Nýjar upplýsingar frá efnahagsráði dönsku verkalýðsfélaganna benda til að há laun gangi í arf.

Blaðið Avisen greinir frá þessu en samkvæmt upplýsingunum er sláandi samhengi á milli þess hvað fjölskylda hefur í laun og hvað börn þeirrar fjölskyldu fá síðar í laun.

Að meðaltali hækka framtíðartekjur barna um 0,4% við hvert prósent sem tekjur fjölskyldu þeirra hafa hækkað.

Rætt er við Mie Dalskov Pihl einn af hagfræðingum efnahagsráðsins sem segir að félagslegur arfur skýri þetta samhengi. Nefna megi mörg atriði eins og að tekjur fari oft eftir menntun og að menntaðar fjölskyldur eru líklegri en ómenntaðar til að senda börn sín í langskólanám.

Pihl vill að félagslegur arfur sé tekinn alvarlega. Bæði vegna einstaklingsins sem missir af tækifærum í lífinu og vegna samfélagsins sem tapar tekjum vegna þess að fleiri fá ekki hærri laun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×