Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki hærra í átta mánuði

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og hefur verðið ekki verið hærra í átta mánuði.

Tunnan af Brentolíunni fór yfir 114 dollara snemma í morgun en verðið hefur síðan gefið aðeins eftir og stendur í 113,6 dollurum þessa stundina. Minni hækkanir hafa orðið á bandarísku léttolíunni sem er á svipuðum slóðum og í gærdag eða um 103 dollarar á tunnuna.

Hækkanir á olíuverðinu stafa af spennunni í samskiptum Bandaríkjanna og Íran og góðum hagtölum bæði í Bandaríkjunum og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×