Körfubolti

Yao Ming kominn á kaf í stjórnmálin í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yao Ming kann að tala við sitt fólk.
Yao Ming kann að tala við sitt fólk. Mynd/Nordic Photos/Getty
Körfuboltaferillinn hjá kínverska miðherjanum Yao Ming er á enda en stjórnmálferill þessa vinsælasta íþróttamanns Kínverja er rétt að byrja. Yao Ming varð að leggja skóna á hilluna í júlí vegna þráðlátra meiðsla en hann er aðeins 31 árs gamall.

Síðan að Yao Ming hætti að spila með Houston Rockets þá hefur hann farið í háskólanám og stofnar vínræktarfyrirtæki auk þess að eiga eitt körfuboltafélagið í Kína. Nú er hann farinn að taka þátt í pólitíkinni eins og margir frægir íþróttamenn hafa gert í Kína.

Yao Ming spilaði átta ár í NBA-deildinni og varð fyrir vikið frægasti Kínverji heims. Vinsældir hans í heimalandinu eru gríðarlega miklar og það má búast við að honum eigi eftir að ganga vel í stjórnmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×