Viðskipti erlent

Framkvæmdastjórar RIM víkja

Mike Lazaridis, stofnandi Research In Motion.
Mike Lazaridis, stofnandi Research In Motion. mynd/AFP
Research In Motion, framleiðandi Blackberry snjallsímanna, tilkynnti í dag að stjórnarformenn fyrirtækisins muni víkja á næstu dögum. Fyrirtækið hefur átt afar erfitt uppdráttar í samkeppni við Apple og Google.

Stjórn Research In Motion ákvað að þeir Mike Lazaridis og Jim Balsillie verði að víkja svo að endurskipulagning fyrirtækisins geti haldið áfram.

Lazaridis stofnaði fyrirtækið árið 1984.

Talið er að Thorsten Heins, núverandi framkvæmdarstjóri rekstrar hjá Research In Motion, taki við stóli stjórnarformanns á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×