Viðskipti erlent

Ríflega fjórðungur Dana nær ekki endum saman

Kreppan hefur leikið Dani svo grátt að ríflega fjórðungur heimila landsins nær ekki endum saman lengur og á í erfiðleikum með að borga reikninga sína.

Fyrir aðeins tveimur árum áttu um 16% Dana í erfiðleikum með að borga reikninga sín en í fyrra var þetta hlutfall komið í 28% og hefur fjöldinn því tæplega tvöfaldast.

Um þriðjungur þeirra sem er í erfiðleikum hefur einfaldlega hætt að borga reikninga sína en um 18% hefur tekið ný lán til að reyna að standa í skilum.

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur miklar áhyggjur af þessari þróun en eftirlitið lauk nýlega umfangsmikilli rannsókn á þessum vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×