Körfubolti

Jón Arnór stigahæstur í sigri CAI Zaragoza

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór í leik með landsliði Íslands.
Jón Arnór í leik með landsliði Íslands. Mynd/Arnþór
Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig og tók sex fráköst þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði sigur gegn Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 75-72.

Jón Arnór spilaði í tæpar 33 mínútur og setti niður fjögur þriggja stiga skot í aðeins fimm tilraunum. Hann gaf einnig fjórar stoðsendingar og átti heilt yfir mjög góðan leik.

Staðan í hálfleik var 39-34 og var spenna í leiknum allt til loka. Zaragoza var þó skrefinu framar lengst af þó svo að Asefa hafi náð að minnka muninn í eitt stig á lokamínútunni.

Assignia Manresa tapaði fyrir Gescrap Biskaia í sömu deild, 88-60. Haukur Helgi Pálsson spilaði í fimmtán mínútur, skoraði fjögur stig og tók eitt frákast.

CAI Zaragoza er í sjöunda sæti deildarinnar og því í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Manresa er í tólfta sætinu sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×