Körfubolti

Dramatískur sigur Sundsvall í Íslendingaslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn var stigahæstur sinna manna.
Jakob Örn var stigahæstur sinna manna. Mynd/Valli
Það var mikill Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar að Sundsvall Dragons vann nauman útsigur á Solna Vikings, 98-96, í framlengdum leik.

Mark Tyndale tryggði Sundsvall sigur með þriggja stiga körfu þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir að framlengingunni.

Logi Gunnarsson fékk tækifæri til að tryggja Solna sigur í lok venjulegs leiktíma en þriggja stiga skot hans geigaði. Hann skoraði alls 20 stig fyrir Solna og var næststigahæstur sinna manna.

Hjá Sundsvall var Jakob Örn Sigurðarson stigahæstur með 23 stig. Hlynur Bæringsson skoraði ellefu stig fyrir liðið og tók tólf fráköst.

Sundsvall er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, tveimur stigum á eftir Södertälje og Norrköping sem deila toppsætinu. Solna er í sjöunda sætinu með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×