Viðskipti erlent

FIH bankinn í Danmörku er aftur til sölu

Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA eru nú að undirbúa söluna á FIH bankanum. Sjóðirnir keyptu FIH af Seðlabankanum um haustið 2010 og telja nú að þeir hafi keypt köttinn í sekknum að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum í morgun.

FIH bankanum var nýlega skipt í tvennt og lélegum fasteignalánum hans upp á um 17 milljarða danskra króna skutlað yfir í félag í eigu danskra stjórnvalda. Lífeyrissjóðirnir telja að þetta létti undir með sölunni á bankanum.

Ekki er ljóst hvaða áhrif salan hefur á eftirstöðvarnar af kaupverðinu en það var bundið að stórum hluta við gengi FIH fram til ársins 2014. Seðlabankinn hefur þegar tapað tugum milljarða króna á sölu FIH.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×