Viðskipti erlent

Apple stærra en Pólland

Sérfræðingar segja að fyrirtækið muni brátt ná hápunkti sínum og mun verðmæti þess minnka í kjölfarið.
Sérfræðingar segja að fyrirtækið muni brátt ná hápunkti sínum og mun verðmæti þess minnka í kjölfarið. mynd/AFP
Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar.

Aðeins sex fyrirtæki hafa farið yfir 500 milljarða takmarkið. Þar á meðal eru Exxon og Microsoft. Útlitið er bjart fyrir Apple því fyrirtækið kemur til með opinbera iPad 3 spjaldtölvuna í næstu viku.

En Apple hefur ekki aðeins tekið fram úr Póllandi því verðmæti fyrirtækisins er einnig meira en landsframleiðsla Belgíu, Svíþjóðar og Taívan. Vikulegur hagnaður Apple er talinn vera einn milljarður dollarar.

Sumir eru þó efins um framtíð fyrirtækisins. Sérfræðingar segja að fyrirtækið muni brátt ná hápunkti sínum og mun verðmæti þess minnka í kjölfarið.

Hið sama gerðist hjá Exxon og Microsoft stuttu eftir að verðmæti fyrirtækjanna fór yfir 500 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×