Viðskipti erlent

Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs

Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans, eins og Smith sagði í uppsagnarbréfinu.

"En í sannleika sagt þá trúi ég því að umræðan sem þetta bréf hefur skapað, muni leiða til góðs fyrir fyrirtækið. Það er hollt og gott fyrir stór fjármálafyrirtæki, ekki síst nú á tímum, að endurhugsa samskipti við viðskiptavini, og þetta bréf mun hjálpa okkur til lengri tíma, jafnvel þó við séu ósammála mörgu því sem kemur fram í því," sagði O'neill í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.

Sama dag og bréf Smith birtist féll markaðsvirði Goldman Sachs um 3,4 prósent sem þá nam um 250 milljörðum íslenskra króna. Í bréfinu gagnrýndi Smith Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs, fyrir að innleiða áherslur á skammtímahagnað fremur en langtíma samband við viðskiptavini. Hann sagð enn fremur að andrúmsloftið í fyrirtækinu væri eitrað og að nauðsynlegt væri að losa fyrirtækið við þá starfsmenn sem væru "siðferðilega gjaldþrota".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×