Viðskipti erlent

Apple tilkynnir áform um lausafé

Tim Cook
Tim Cook mynd/AFP
Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu.

Lausafjárstaða Apple er afar góð en fyrirtækinu hefur tekist að safna tæpum hundrað milljörðum dollara á síðustu árum.

Í febrúar á þessu ári upplýsti Tim Cook að stjórn Apple íhugaði að nota lausafé fyrirtækisins til að greiða hluthöfum þess arð en það hefur ekki gerst síðan árið 1995.

Þetta hefur þó ekki verið staðfest og er í raun allt á huldu um hvað Apple ætlar að gera við lausaféð.

Fyrir stuttu fór virði hlutabréfa Apple yfir 500 milljarða dollara og stendur nú í tæpum 550 milljörðum.

Á fundinum verður aðeins rætt um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Ekki verður fjallað um sölutölur varðandi þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar sem fór í sölu fyrir helgi.

Hægt verður að nálgast fundinn á heimasíðu Apple.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×