Viðskipti erlent

Yahoo stefnir Facebook vegna brota á einkaleyfum

Vefsíðan Yahoo hefur stefnt Facebook vegna meintra brota á 10 einkaleyfum sem Yahoo telur sig eiga.

Í frétt á Reuters um málið segir að aðallega sé um að ræða einkaleyfi yfir aðferðir eru notaðar til að setja fram auglýsar á vefsíðum. Samskiptasíður á borð við Facebook hafa lengi legið undir ásökunum um að brjóta gegn einkaleyfum í starfsemi sinni.

Málaferli Yahoo gegn Facebook eru ein af fjölmörgum þar sem látið er reyna á ólöglega notkun á einkaleyfum. Af öðrum fyrirtækjum sem eiga í slíkum málaferlum má nefna Apple, Microsoft og Motorola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×