Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Þannig er tunnan af Brentolíunni komin undir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 103 dollara.

Það sem hefur valdið þessum verðlækkunum undanfarna daga eru annarsvegar fréttir um auknar olíubirgðir Bandaríkjanna og hinsvegar þau áform nokkurra vestrænna ríkja að selja úr neyðarbirgðum sínum til að lækka olíuverðið.

Um miðjan mánuðinn fór tunnan af Brentolíunni yfir 126 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór í 108 dollara á tunnuna á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×