Viðskipti erlent

Stefna að stærsta hlutafjárútboði sögunnar

Fimm milljarðar dollara, jafnvirði um 600 milljarða króna, í formi hlutafjár í Facebook verða boðnir út í NASDAQ kauphöllinni í New York síðar á þessu ári, en um er að ræða stærsta hlutafjárútboð sögunnar á heimsvísu.

Tíðindin þykja vonbrigði fyrir New York Stock Exchange kauphöllina en frá þessu er greint í Financial Times í dag. Facebook ætlar að hefja formlegar kynningar fyrir fjárfesta í maí næstkomandi að því er blaðið greinir frá. Og ætti að vera orðið tilbúið til frumskráningar í maí eða júní næstkomandi ef allt gengur eftir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×