Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Evrópu mælist 10,8 prósent

Atvinnuleysi á meðal Evrópusambandsríkja mælist nú 10,8 prósent að meðaltali samkvæmt tölum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti í morgun. Í janúar mældist atvinnuleysið 10,7 prósent og eykst það því lítillega frá þeim tölum.

Sérstaklega er ástandið slæmt í Suður-Evrópu en atvinnuleysið mælist nú 23,6 prósent á Spáni og 15 prósent í Portúgal. Í Frakklandi mælist atvinnuleysið 10 prósent og hefur það farið hækkandi undanfarin misseri. Einna lægst er atvinnuleysið í Þýskalandi en þar mælist það nú 5,7 prósent. Einungis Holland og Austurríki eru með lægra atvinnuleysi um þessar mundir, 4,9 og 4,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×