Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu mikilvægum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór
Staða CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta versnaði í kvöld eftir að liðið tapaði fyrir Gescrap Bizkaia, 68-57, í mikilvægum leik í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppninni.

Bizkaia var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn og Zaragoza í því níunda en átta efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina.

Þó eru enn þrjár umferðir eftir af deildakeppninni og því ekki öll nótt úti enn fyrir Jón Arnór og félaga hans.

Jón Arnór skoraði þrettán stig í leiknum og var næststigahæstur sinna manna. Hann tók þar að auki þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×