Viðskipti erlent

Eignasafnið hjá ríkustu konu Bandaríkjanna dregst saman

Christy Walton, ríkasta kona Bandaríkjanna.
Christy Walton, ríkasta kona Bandaríkjanna.
Markaðsvirði eigna ríkustu konu Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins, Christy Walton, hefur nokkuð síðustu daga, eða sem nemur 77,8 milljónum dala, tæplega 9 milljörðum króna. Það sér þó ekki högg á vatni þegar eignasafnið er skoðað, en heildareignir Walton eru metnar á 18,9 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.300 milljörðum króna. Til samanburðar er árleg landsframleiðsla Íslands um 1.630 milljarðar króna.

Christy Walton er hluti af Walton fjölskyldunni, sem stofnuðu Wal-Mart verslunarkeðjuna, sem er stærsta verslunarkeðja heims og stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna með um tvær milljónir starfsmanna. Langsamlega stærsta eign Christy Walton er eignarhlutur í Wal-Mart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×