Viðskipti erlent

Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala

Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Almennt er álitið að Facebook muni hækka töluvert í verði þegar það verður skráð á markað, líklega 18. maí nk.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Almennt er álitið að Facebook muni hækka töluvert í verði þegar það verður skráð á markað, líklega 18. maí nk.
Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali.

Skráning Facebook verður langsamlega stærsta skráning Internet-fyrirtækis, mun stærri en þegar Google var skráð á markað árið 2003 en þá var virði Google um 24 milljarðar dala.

Facebook hagnaðist um einn milljarð dala í fyrra, eða sem jafngildir um 125 milljörðum króna. Notendur Facebook eru yfir 900 milljónir á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×