Viðskipti erlent

Danska flugfélagið Cimber Sterling er gjaldþrota

Danska flugfélagið Cimber Sterling er orðið gjaldþrota. Félagið hét áður Sterling og var þá í eigu Íslendinga.

Cimber Sterling tilkynnt um gjaldþrot sitt í morgun en allir sem keyptu miða hjá félaginu í Danmörku fá þá endurgreidda í gegnum ferðatryggingasjóð landsins. Þeir sem keyptu miða utan Danmerkur fá miða sína hinsvegar ekki endurgreidda.

Cimber Sterling komst í eigu rússneska auðjöfursins Igor Kolomoysky í júlí í fyrra. Í dönskum fjölmiðlum segir að Igor hafi gefist upp á að dæla fé í félagið en stöðugt tap var á rekstri þess frá því að hann keypti það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×