Viðskipti erlent

Hewlett Packard rekur 27 þúsund starfsmenn

Hewlett Packard gengur nú í gegnum mikinn öldudal í rekstri, m.a. vegna mikillar sölu á snjallsímum og spjaldtölvum.
Hewlett Packard gengur nú í gegnum mikinn öldudal í rekstri, m.a. vegna mikillar sölu á snjallsímum og spjaldtölvum.
Tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Hewlett Packard hyggst segja upp 27 þúsund starfsmönnum, eða um 8 prósent af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins á heimsvísu. Aðgerðirnar eiga að spara árlega um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 440 milljörðum króna.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Hewlett Packard hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika að undanförnu, þar sem gríðarlega hröð og mikil breytinga á markaðnum, með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva, hafi dregið hratt úr sölu á fartölvum og öðrum vörum sem HP framleiðir. Vonast er til þess að niðurskurðaraðgerðirnar muni hjálpa fyrirtækinu að ná vopnum sínum á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×