Viðskipti erlent

Lægsta atvinnuleysið í Austurríki

Atvinnuleysið í Evrópu mælst minnst í Austurríki um þessar mundir, en það mælist nú 3,9 prósent. Það á eftir koma Lúxemborg og Holland en þar mælist atvinnuleysið 5,2 prósent, samkvæmt nýjum opinberum upplýsingum Hagstofu Evrópu, Eurostat.

Meðaltalsatvinnuleysið mælist nú 11 prósent og hefur hækkað úr 10,3 prósentum í byrjun ársins. Mesta aukningin hefur verið í Suður-Evrópu á sl. ári, enda hefur efnhagsvandi Portúgals, Spánar, Ítalíu og Grikklands dýpkað mikið að undanförnu. Í Grikklandi hefur atvinnuleysið aukist úr 15,3 prósent í byrjun árs 2011 í 21,7 prósent nú.

Sjá má upplýsingar hjá Eurostat um atvinnuástandið í Evrópu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×