Viðskipti erlent

Facebook að þróa nákvæmustu andlitsgreiningar-tækni heims?

BBI skrifar
Facebook ætlar að kaupa sprotafyrirtækið face.com. Þetta var tilkynnt á vef fyrirtækisins í gær.

Fyrirtækið sérhæfir sig í að greina og þekkja andlit á myndum. Þannig geta notendur facebook tagg-að vini sína á myndum með því einu að samþykkja tillögur sem forritið gerir.

Kaupverðið er ekki vitað en fréttastofa Reuters áætla að það sé tæpar 60 milljónir bandaríkjadala (yfir sjö milljarðar króna).

Ýmsir hafa viðrað áhyggjur sínar af þeirri tækni sem Facebook fyrirtækið býr nú yfir. „Facebook eru að hanna stærsta og nákvæmasta andlitsgreiningar-gagnagrunn í öllum heiminum," sagði talskona Privacy International. „Best væri að þeir settu sér mjög strangar reglur um hvernig þessar upplýsingar eru notðar, sérstaklega ef þeir ætla sér að fara að græða peninga á þessu - eins og virðist æ líklegra."

Facebook vísar slíkum vangaveltum á bug. Tæknin á að þeirra sögn aðeins að gera fólki kleift að tagg-a vini sína á myndum á einfaldan og fljótlegan hátt.

Umfjöllun BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×