Viðskipti erlent

Framboð á íslenskum fiski aftur eðlilegt í Grimsby og Hull

Framboð á íslenskum fiski á Humbersvæðinu, það er á fiskmarkaðina í Grimsby og Hull, er komið aftur í eðlilegt horf.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Fishupdate. Þar segir að mótmælaaðgerðir LÍÚ, þegar flotinn lá við bryggju í nokkra daga, hafi dregið verulega úr framboði á íslenskum fiski um tíma. Hinsvegar hafi aukinn innflutningur á þorski og ýsu frá Noregi komið að hluta til í staðinn.

Á vefsíðunni segir að deilum LÍÚ og íslenskra stjórnvalda sé hvergi nærri lokið og því megi búast við frekari aðgerðum hjá LÍÚ á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×