Viðskipti erlent

Útflutningur eykst skarplega í Kína en samt merki um minni hagvöxt

Magnús Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir að útflutningur frá Kína inn á erlenda markaði hafi verið 15,3 prósentum meiri í maí en í sama mánuði í fyrra, eru áhyggjuraddir vegna hjöðnunar í Kína orðnar háværar. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að þessi mikla hækkun bendi ekki til mikils vaxtar heldur sé um að ræða skammtímasveiflu, sem sé ekki svo mikil þegar horft sé ársins í heild.

Hagvöxtur í Kína mældist ríflega átta prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði ráð fyrir um 9 til 10 prósent árshagvexti, og að hann myndi vega meira en 30 prósent af öllum hagvexti á heimsvísu á þessu ári.

Sjá má umfjöllun BBC um útflutninginn í Kína hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×